Sigtryggur Arnar Björnsson
Sigtryggur Arnar Björnsson
Skallagrímur náði undirtökunum í einvíginu við Fjölni um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld með því að vinna fyrsta leik liðanna í Grafarvogi, 81:79, eftir gífurlega spennu í lokin.

Skallagrímur náði undirtökunum í einvíginu við Fjölni um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld með því að vinna fyrsta leik liðanna í Grafarvogi, 81:79, eftir gífurlega spennu í lokin. Fjölnir var yfir, 71:61, þegar fimm mínútur voru eftir en Borgnesingar sigu framúr í lokin þar sem Jean Cadet og Sigtryggur Arnar Björnsson tryggðu sigurinn af vítalínunni. Cadet skoraði 23 stig og Sigtryggur 20 en Collin Pryor gerði 21 stig fyrir Fjölni og Bergþór Ríkharðsson 19. vs@mbl.is