Guðrún Hulda og Sigurbjörn Gauti fóru á tónlistahátíðina Eistnaflug í fyrra og fögnuðu í góðra vina hópi.
Guðrún Hulda og Sigurbjörn Gauti fóru á tónlistahátíðina Eistnaflug í fyrra og fögnuðu í góðra vina hópi.
„Við ákváðum að fara á Eistnaflug í brúðkaupsferð,“ segir Guðrún Hulda Guðmundsdóttir sem gekk að eiga Sigurbjörn Gauta Rafnsson í fyrrasumar.

„Við ákváðum að fara á Eistnaflug í brúðkaupsferð,“ segir Guðrún Hulda Guðmundsdóttir sem gekk að eiga Sigurbjörn Gauta Rafnsson í fyrrasumar. Guðrún Hulda segir þau hjón vera mikla aðdáendur Neskaupstaðar en tónlistarhátíðin Eistnaflug er haldin þar í júlí ár hvert. „Maðurinn minn hefur spilað þarna nokkrum sinnum með hljómsveitinni Wistaria og við höfðum ekki farið saman þangað síðan 2010. En árin eftir það vorum við bara að fjölga mannkyninu. Svo ákváðum við að gifta okkur og börnin eru ekki lengur ungabörn, þannig að okkur langaði að gera eitthvað sérstakt saman,“ útskýrir Guðrún Hulda.

„Það skemmdi ekki fyrir að flestir vinir okkar fara á Eistnaflug á hverju ári þannig að við gátum tekið gott djamm saman. Jafnvel þeir sem búa erlendis koma til Íslands til þess eins að mæta á Eistnaflug.“

Guðrún Hulda segir veðrið hafa verið slæmt meðan á hátíðinni stóð í fyrra en þau létu það ekki skemma stemninguna. „Það var mígandi rigning og rok allan tímann og fólk var farið að flýja tjaldsvæðið og fá inni í íþróttahúsinu. Það skemmdi þó ekki fyrir okkur þar sem við vorum í heimagistingu hjá æðislegum hjónum á Neskaupstað.“ gudnyhronn@mbl.is