[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Einn besti körfuboltamaður allra tíma, Kobe Bryant , kvaddi NBA-deildina á ótrúlegan hátt í fyrrinótt. Hann skoraði þá 60 stig í kveðjuleik sínum þegar LA Lakers vann Utah Jazz, 101:96, í lokaumferð deildarinnar.

Einn besti körfuboltamaður allra tíma, Kobe Bryant , kvaddi NBA-deildina á ótrúlegan hátt í fyrrinótt. Hann skoraði þá 60 stig í kveðjuleik sínum þegar LA Lakers vann Utah Jazz, 101:96, í lokaumferð deildarinnar. Lakers hafnaði í botnsæti Vesturdeildar á þessu síðasta tímabili hins 37 ára gamla snillings en hann lauk ferlinum með því að setja tvö met. Hann er elsti leikmaður deildarinnar frá upphafi sem bæði nær 50 og 60 stigum í leik.

Stephen Curry skoraði 46 stig fyrir Golden State Warriors sem líka lauk tímabilinu með stæl. Golden State vann Memphis, 125:104, og varð með því fyrsta lið sögunnar til að tapa aðeins níu af 82 leikjum sínum í NBA-deildinni á einu tímabili. Tuttugu ára gamalt met Chicago Bulls féll þar með en Chicago, með Michael Jordan í aðalhlutverki, vann 72 leiki og tapaði 10 í deildinni veturinn 1995-1996.

Þjóðverjinn Nadine Kessler , sem var kjörin besta knattspyrnukona Evrópu og heimsins árið 2014, hefur lagt skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla, aðeins 28 ára gömul. Hún hefur sama og ekkert spilað frá haustinu 2014. Kessler varð Evrópumeistari og þýskur meistari með Wolfsburg árin 2013 og 2014.

Spánverjinn José Costa verður áfram við stjórnvölinn sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í körfuknattleik. Stefán Jónsson , formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við karfan.is í gærkvöld að Costa hefði samþykkt að framlengja samning sinn um eitt ár. Costa tók við þjálfun Tindastóls um miðjan nóvember eftir að Finninn Pieti Poikola var látinn fara frá félaginu.Tindastóll hafnaði í 6. sæti í Dominos-deildinni og komst í undanúrslit í úrslitakeppninni en tapaði fyrir Haukum, 3:1.

Patricia Szölösi , leikmaður Fylkis, kinnbeinsbrotnaði ekki í viðureign Fylkis og Hauka í 8-liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik á miðvikudagskvöld eins og óttast var. Hún marðist illa og er óvíst að hún leiki meira með liðinu.