Hæstiréttur mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli manns sem dæmdur hafði verið fyrir kynferðisbrot. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í níu mánuði en fullnustu sex mánaða hennar frestað skilorðsbundið í þrjú ár.

Hæstiréttur mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli manns sem dæmdur hafði verið fyrir kynferðisbrot. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í níu mánuði en fullnustu sex mánaða hennar frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Maðurinn hafði áður hlotið tveggja ára fangelsisdóm.

Manninum var gefið að sök að hafa farið í heimildarleysi inn í svefnherbergi konu þar sem hún lá fáklædd. Á hann að hafa lagst í rúm hennar nakinn og strokið handleggi, bak, brjóst, læri og rass hennar bæði utan- og innanklæða ásamt því að snerta getnaðarlim sinn.

Ákærði sagði hins vegar sögu konunnar vera hreina ímyndun. Lýsti hann kynnum þeirra svo að hún hefði daðrað við hann og síðar farið í sturtu í íbúðinni og skilið eftir „bleika rakvél“ á baðinu. Manninum fannst hún vera að senda sér skilaboð með því og að einhver kynferðisleg „meining“ lægi þar að baki.

„Við úrlausn þessa máls verður þó ekki framhjá því litið að brotaþoli og ákærði eru ein til frásagnar um það í hverju brot ákærða gegn henni var nákvæmlega fólgið. Hefur hann staðfastlega neitað sök,“ segir í dómi Hæstaréttar. Konunni voru einnig ákvarðaðar miskabætur.