Polaroid-myndir úr brúðkaupi er hægt að ramma inn í stóran ramma eða setja í gestabók sem dæmi.
Polaroid-myndir úr brúðkaupi er hægt að ramma inn í stóran ramma eða setja í gestabók sem dæmi. — Getty Images/iStockphoto
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gömlu góðu Polaroid-myndavélarnar sem framkalla myndirnar strax eru alltaf skemmtilegar.

Gömlu góðu Polaroid-myndavélarnar sem framkalla myndirnar strax eru alltaf skemmtilegar. Þær eru að koma sterkar inn aftur en nokkuð hefur borið á því að brúðhjón láti slíka myndavél í hendur gesta sinna og biðji þá um að taka myndir af sjálfum sér og öðrum gestum. Myndirnar eru svo til dæmis límdar inn í þar til gerða gestabók

og kveðjur

til brúðhjónanna umlykja þá myndirnar. „Þetta er mjög vinsælt. Vinsældirnar jukust þegar einhver setti þessa hugmynd inn á Fecebook í brúðkaupshóp,“ segir Óskar Þór Ingólfsson, eigandi vefverslunarinnar Undrabogans, sem var opnuð árið 2012. Sú vefverslun selur bæði myndavélar og leigir þær út. „Þegar ég var að byrja seldi ég mikið af Polaroid-vélum og filmum en var mikið spurður hvort ég gæti bara lánað í stuttan tíma þannig að ég ákvað að prófa það. Helgarleiga er á 3.500 krónur og svo er filma með 10 myndum á 2.000 krónur. Þetta eru ekki gömlu Polaroid 600 myndirnar, heldur nýrri útgáfa, 300-týpan. Þetta er allt frekar heimilislegt, ég kem með vélina á föstudegi og sæki á mánudegi. Þó það líði 1-2 aukadagar þá er ég ekki að rukka fyrir það,“ útskýrir Óskar.

gudnyhronn@mbl.is