[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sesselja Sveinbjörnsdóttir „trainer“ hjá Chanel veit hvað virkar þegar kemur að því að draga það besta fram í húðinni. Hún segir góðan undirbúning skipta öllu á brúðkaupsdaginn því með góðum grunni er falleg förðun tryggð.
Sesselja Sveinbjörnsdóttir „trainer“ hjá Chanel veit hvað virkar þegar kemur að því að draga það besta fram í húðinni. Hún segir góðan undirbúning skipta öllu á brúðkaupsdaginn því með góðum grunni er falleg förðun tryggð. Hún mælir með að konur byrji snemma að dekra við húðina. Marta María Jónasdóttir | martamaria@.mbl.is Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Til að undirbúa húðina, ná fram ljóma, fallegu yfirborði með jöfnum húðlit og ferskleika þá er besta ráðið að byrja undirbúning um leið og stóri dagurinn hefur verið ákveðinn. Þá er gott að byrja að nota vöru sem fjarlægir dauðar húðfrumur og slípar húðina. Ég mæli með Le Weekend frá Chanel, það er drauma húðvara sem endurnýjar og vekur húðina með glycolic-sýru og róar svo og varðveita rakann með eiginleikum rósavatns. Þessi vara er notuð 1-2 daga í viku þá helst yfir helgi og er notuð ein sér á annarra krema, en má nota farða yfir,“ segir Sesselja.

„Samhliða þessu er mjög gott að vera dugleg að nota rakamaska ríkulega, eins oft og hver og ein vill eða nennir. Rakamaskinn frá Chanel í Hydra Beauty-línunni er einn sá albesti og virkar fyrir allar húðgerðir, gefur samstundis raka, kælir, sefar og er græðandi,“ útskýrir Sesselja sem mælir með Hydra Beauty-línunni fyrir alla. „Línan býður þrjár áferðir af kremum, Micro Serum og Micro Serum Eye sem gefa 24 tíma raka, rakamaska og síðast en ekki síst Hydra Beauty Flash sem gefur samstundis ljóma, hefur kælandi og frískandi áhrif á húðina. Hydra Beauty Flash vekur húðina, varan er sett á hreina húðina og höfð á í um það bil 5-10 mín, svo er aðeins strokið af með tissjúi.“

Á sjálfan brúðkaupsdaginn

Sesselja mælir með að byrja daginn á Hydra Beauty-rakavatninu. „Svo myndi ég setja Micro-serum og HB micro-augnserum, þar yfir kæmi Beauty Flash Balm, þá er húðin tilbúin fyrir förðun. Þessi skref kalla fram náttúrulega fegurð húðarinnar.“

„Nýi Les Beiges-farðinn frá Chanel er ótrúlega fallegur, hann er léttur á húðinni og heldur réttum lit við öll birtuskilyrði. Le Blan-farðagrunnurinn er svo einn sá flottasti og passar fyrir alla farða, hreint ljós í krukku,“ segir Sesselja sem myndi velja þessar tvær vörur á húð brúðarinnar.

Sesselja er einnig hrifin af nýjum farða frá Guerlain sem kallast Parure Gold Fluid, þetta er sannkallaður lúxusfarði. „Hann er dásamlegur og inniheldur 24 kt gullflögur sem blandast við farðann þegar hann er borinn á. Þessi er sérstaklega góður fyrir þær sem eru með þurra húð. L‘Or-farðagrunnurinn frá Guerlain er líka æði, hann gefur ljóma enda inniheldur hann líka gullflögur.“

Sesselja mælir með Vitalumiére Loose Powder Foundation frá Chanel yfir farðann, það púður mattar mátulega og hleypir ljómanum vel í gegn. „Húðin fær flauelsmjúka ásýnd og kemur fallega út á mynd.“

Höf.: Sesselja Sveinbjörnsdóttir