Á ársfundi Landsvirkjunar í gær kom fram að frumvarp um þjóðarsjóð, sem meðal annars nyti arðgreiðslna frá fyrirtækinu, gæti verið lagt fyrir Alþingi næsta vetur.
Á ársfundi Landsvirkjunar í gær kom fram að frumvarp um þjóðarsjóð, sem meðal annars nyti arðgreiðslna frá fyrirtækinu, gæti verið lagt fyrir Alþingi næsta vetur. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, en hann varpaði fyrst fram hugmynd að slíkum sjóði á ársfundi Landsvirkjunar í fyrra. Ráðherrann lagði áherslu á mikilvægi samstöðu allra flokka um stofnun sjóðsins, en hlutverk hans væri einkum að byggja upp viðnám til þess að mæta fjárhagslegum áföllum. Markmið sjóðsins myndu því lúta að sveiflujöfnun , varúðarsjóðnarmiðum og sjálfbærni opinberra fjármála.