15. apríl 1785 Skálholtsskóli var lagður niður, samkvæmt konungsúrskurði, og jafnframt ákveðið að flytja biskupssetur frá Skálholti til Reykjavíkur. 15. apríl 1990 Eldur kom upp ofan á ammoníaksgeymi Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.

15. apríl 1785

Skálholtsskóli var lagður niður, samkvæmt konungsúrskurði, og jafnframt ákveðið að flytja biskupssetur frá Skálholti til Reykjavíkur.

15. apríl 1990

Eldur kom upp ofan á ammoníaksgeymi Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Eldurinn var fljótlega slökktur en talið var að mikið hættuástand hefði skapast. „Fjöldi borgarbúa í lífshættu,“ sagði á forsíðu Tímans. Í kjölfarið krafðist borgarráð lokunar verksmiðjunnar.

15. apríl 1990

Afmælisrit til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur sextugri, Yrkja, kom út. Ritið varð grundvöllur Yrkjusjóðs, sem hefur kostað gróðursetningu tuga þúsunda trjáplantna ár hvert.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson