Ögrun? Rússnesk herþota af gerðinni Sukhoi Su-24 flýgur nálægt bandaríska herskipinu USS Donald Cook í Eystrasalti á þriðjudaginn var.
Ögrun? Rússnesk herþota af gerðinni Sukhoi Su-24 flýgur nálægt bandaríska herskipinu USS Donald Cook í Eystrasalti á þriðjudaginn var. — AFP
Rússneska varnarmálaráðuneytið neitaði því í gær að rússneskar herflugvélar hefðu ögrað bandarísku herskipi með því að fljúga nálægt því á alþjóðlegu hafsvæði í Eystrasalti á þriðjudaginn var.

Rússneska varnarmálaráðuneytið neitaði því í gær að rússneskar herflugvélar hefðu ögrað bandarísku herskipi með því að fljúga nálægt því á alþjóðlegu hafsvæði í Eystrasalti á þriðjudaginn var.

Bandaríkjaher sagði að rússneskar herþotur og herþyrla hefðu flogið í kringum bandarískan tundurspilli um 70 sjómílur frá rússneskri herstöð í Kalíníngrad við Eystrasalt. Ein þotnanna hefði flogið með glannalegum og ögrandi hætti um níu metra fyrir ofan herskipið.

Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði að herþoturnar hefðu verið á æfingarflugi og flogið frá herskipinu „í samræmi við allar öryggisreglur“ um leið og flugmennirnir hefðu orðið varir við það.

Nokkrir fjölmiðlar í Rússlandi hæddust að viðbrögðum Bandaríkjahers og sögðu að áhöfn bandaríska herskipsins væri haldin „Rússafælni“ og hefði „hræðst“ rússnesku flugmennina.