Hjónin sem fundust látin í íbúð fjölbýlishúss á Akranesi um hádegisbilið á miðvikudag hétu Guðmundur Valur Óskarsson og Nadezda Edda Tarasova. Þau voru til heimilis að Tindaflöt 3 á Akranesi.

Hjónin sem fundust látin í íbúð fjölbýlishúss á Akranesi um hádegisbilið á miðvikudag hétu Guðmundur Valur Óskarsson og Nadezda Edda Tarasova. Þau voru til heimilis að Tindaflöt 3 á Akranesi. Lögregla telur að Guðmundur Valur hafi skotið eiginkonu sína til bana áður en hann svipti sig lífi. Nadezda fannst látin í rúmi sínu og grunur leikur á að Guðmundur hafi skotið hana þegar hún var sofandi.

Guðmundur Valur var fæddur árið 1952. Hann lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Auk þess átti hann son sem hann missti í sviplegu umferðarslysi á Akranesi árið 2008, sem þá var á nítjánda aldursári.

Nadezda fæddist í Rússlandi árið 1961 og var 54 ára þegar hún lést. Hún lætur eftir sig uppkomna dóttur í heimalandinu. Þau Guðmundur höfðu verið gift í um áratug og áttu engin börn saman.