Næstu skref eftir samþykkt þjóðaröryggisstefnunnar verða væntanlega að koma á laggirnar þjóðaröryggisráði, sem forsætisráðherra veiti forstöðu. Í greinargerð með nýsamþykktri stefnu er lagt til að sett verði sérstök lög um stofnun þjóðaröryggisráðsins.

Næstu skref eftir samþykkt þjóðaröryggisstefnunnar verða væntanlega að koma á laggirnar þjóðaröryggisráði, sem forsætisráðherra veiti forstöðu. Í greinargerð með nýsamþykktri stefnu er lagt til að sett verði sérstök lög um stofnun þjóðaröryggisráðsins. Móta þurfi hlutverk þess og skipulag og setja ákvæði sem tryggi samþættingu viðfangsefna þjóðaröryggisráðs og núverandi almannavarna- og öryggismálaráðs. Er gert ráð fyrir að utanríkisráðuneytið hafi samráð við innanríkisráðuneytið um samningu löggjafarinnar.

Hlutverk þjóðaröryggisráðs verður að meta reglulega ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum og hafa eftirlit með framfylgd þjóðaröryggisstefnunnar. Ráðið á svo að standa fyrir endurskoðun stefnunnar eigi sjaldnar en á 5 ára fresti.