Hlíðarendi Hasar í vítateig Vals í leiknum við Breiðablik og Ingvar Þór Kale við öllu búinn í markinu.
Hlíðarendi Hasar í vítateig Vals í leiknum við Breiðablik og Ingvar Þór Kale við öllu búinn í markinu. — Morgunblaðið/Eggert
Valsmenn urðu fjórða og síðasta liðið til að komast í undanúrslit Lengjubikars karla í knattspyrnu í gærkvöld þegar þeir sigruðu Breiðablik, 2:1, í seinasta leik átta liða úrslitanna á heimavelli sínum að Hlíðarenda.

Valsmenn urðu fjórða og síðasta liðið til að komast í undanúrslit Lengjubikars karla í knattspyrnu í gærkvöld þegar þeir sigruðu Breiðablik, 2:1, í seinasta leik átta liða úrslitanna á heimavelli sínum að Hlíðarenda. Breiðablik vann keppnina í fyrra en er úr leik og ver ekki titilinn í ár.

Guðmundur Atli Steinþórsson kom Breiðabliki yfir snemma leiks. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Valsmanna, jafnaði í lok fyrri hálfleiks og Rolf Toft skoraði sigurmarkið 20 mínútum fyrir leikslok. Toft kom til Valsmanna frá Víkingi á dögunum.

Valsmenn mæta Víkingi úr Reykjavík í undanúrslitum á Valsvellinum á mánudaginn. KR og Keflavík mætast í hinum leiknum í Egilshöllinni í kvöld. vs@mbl.is