Fréttir Mikil tíðindi voru framan af viku og fylgdust margir með.
Fréttir Mikil tíðindi voru framan af viku og fylgdust margir með. — Morgunblaðið/Eggert
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mikill áhugi var á sjónvarpsfréttum, bæði hjá RÚV og Stöð 2 framan af síðustu viku. Nýjar mælingar Gallup frá vikunni 4.-10. apríl sýna þetta og þar er allur aldur skoðaður, frá 12-80 ára.

Benedikt Bóas

benedikt@mbl.is

Mikill áhugi var á sjónvarpsfréttum, bæði hjá RÚV og Stöð 2 framan af síðustu viku. Nýjar mælingar Gallup frá vikunni 4.-10. apríl sýna þetta og þar er allur aldur skoðaður, frá 12-80 ára.

Meðaláhorf á fréttatíma RÚV í síðustu viku var 27,8% en á mánudag og þriðjudag var meðaltalið 33,8%. Hjá Stöð 2 var meðaláhorf í síðustu viku um 20,2% en mánudag og þriðjudag var meðaltalið 25,7%. Eftir þriðjudaginn 5. apríl fór áhuginn á fréttum þó að minnka en aðeins 12,3% horfðu á fréttir Stöðvar 2 miðvikudaginn 6. apríl. Daginn eftir var þó horft meira á fréttir á Stöð 2 en fréttir RÚV. Meðaláhorf á þann fréttatíma var 21% hjá Stöð 2 en 20,2% hjá RÚV.

Kastljósáhorf dalaði

Sömu sögu er að segja frá fréttaskýringaþættinum Kastljósi sem var með mun meira áhorf í byrjun vikunnar en í lokin. Meðaláhorf á mánudag var 34,1%, 27,6% á þriðjudag en 15,1% á fimmtudag. Meðaláhorf yfir vikuna á Kastljós var 25,3%.

Lokaþáttur Biggest Loser á Skjáeinum var með 24,9% áhorf og var langvinsælasti dagskrárliður Skjáseins í síðustu viku. Sé aldurinn 12-49 ára skoðaður var þátturinn sá vinsælasti á landinu og skákar Útsvari.

Hlutdeild RÚV af heildaráhorfi í vikunni var 60% í síðustu viku á móti Stöð 2 sem var með 21,7% hlutdeild.