Elísabet og Filippus á brúðkaupsdaginn árið 1947.
Elísabet og Filippus á brúðkaupsdaginn árið 1947. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þegar Elísabet II. Englandsdrottning gekk að eiga Filippus prins árið 1947 voru 2000 gestir viðstaddir athöfnina. Á sama tíma lögðu ótal manns við hlustir þegar athöfninni var útvarpað. Kjóll Elísabetar var skreyttur 10.
Þegar Elísabet II. Englandsdrottning gekk að eiga Filippus prins árið 1947 voru 2000 gestir viðstaddir athöfnina. Á sama tíma lögðu ótal manns við hlustir þegar athöfninni var útvarpað. Kjóll Elísabetar var skreyttur 10.000 perlum og 4,5 metra löngum slóða. Elísabet var glæsileg og allt virtist ganga eins og í sögu á þessum stóra degi en það sem fólk fékk að frétta eftir á var að Elísabet braut kórónuna sína fyrir slysni rétt fyrir athöfnina. Sem betur fer var hægt að laga hana í snatri. En ef vel er að gáð má sjá á ljósmyndum sem teknar voru af Elísabetu á brúðkaupsdaginn að kórónan virðist vera örlítið skökk á höfði hennar.