Það þarf allt að smella á stóra daginn, veitingar, ræðuhöld og skreytingar svo dæmi séu tekin.
Það þarf allt að smella á stóra daginn, veitingar, ræðuhöld og skreytingar svo dæmi séu tekin. — Getty Images/iStockphoto
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jana Rut Magnúsdóttir segir margt geta farið úrskeiðis á brúðkaupsdaginn og þess vegna borgi sig að hafa sérfræðing á staðnum til að halda utan um öll atriði.
Jana Rut Magnúsdóttir segir margt geta farið úrskeiðis á brúðkaupsdaginn og þess vegna borgi sig að hafa sérfræðing á staðnum til að halda utan um öll atriði. Jana er þessa stundina í fjarnámi í Kanada og útskrifast brátt sem International Event and Wedding Planner, hún hyggst þá aðstoða fólk við að halda fullkomnar veislur. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Já, ég mæli eindregið með að hafa einhvern sem sér annaðhvort um allt brúðkaupið eða einhvern hluta þess, svo sem skreytingar eða annan undirbúning. Það er ótrúlega margt sem getur farið úrskeiðis á þessum degi og þá er gott að vera með einhvern utanaðkomandi sér innan handar. Þannig minnka líkurnar á að hjónin, ættingjar eða vinir þurfi að stökka til og redda málunum,“ útskýrir Jana. Nú til dags þarf oftast að skreyta salinn samdægurs að sögn Jönu. „Það hentar fólki ekki endilega enda hafa brúðhjónin og þeirra nánustu yfirleitt í nógu að snúast snemma dags.“

Jana nefnir nokkur dæmi um það sem getur farið úrskeiðis á brúðkaupsdaginn. „Einhver birgjanna, plötusnúður eða ljósmyndari kemur of seint. Tölva eða skjávarpi virkar ekki. Ljósmyndarinn verður veikur, þá er gott að hafa símanúmer hjá einhverjum sem gæti hlaupið í skarðið. Mikilvægir hlutir, eins og giftingarhringar, gætu týnst. Ræður eða atriði eru ekki nógu vel skipulögð. Blettir eða skemmdir í fötum geta sett allt á annan endann. Svo þarf að passa að fulli frændinn verði ekki til vandræða,“ segir Jana og hlær. „Það er að svo mörgu að huga, ef eitthvað gleymist getur verið erfitt að njóta dagsins.“

Vill hjálpa fólki að fullkomna brúðkaupsdaginn

„Ég er mjög skipulögð, hugmyndarík og úrræðargóð. Mér finnst mjög gaman að horfa yfir sal sem er fallega skreyttur og að sjá hjónin hamingjusöm á þessum stóra degi. Það er allt svo fallegt og skemmtilegt við þennan dag,“ segir Jana aðspurð af hverju hún hafi skellt sér í „Wedding Planner“-nám. „Mig langar að aðstoða fólk við að gera þennan dag eins fullkominn og hægt er.“

Jana kveðst hafa mikinn áhuga á skreytingum en hún mun bjóða verðandi brúðhjónum upp á að útbúa skreytingar fyrir veisluna. „Já, ég get séð um skreytingar á sal og tekið þær svo saman aftur. Brúðhjónin þurfa í rauninni ekki að hafa áhyggjur af neinu, bara njóta dagsins. Brúðhjónin eru kannski með hugmynd að litum eða þema og þá get ég útfært það yfir í skreytingar sem ég eða við setjum saman. Kannski eru þau ekki með neina hugmynd og þá luma ég á fullt af hugmyndum.“

Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu Jönu geta haft samband við hana í síma 691-4996 eða í gegnum netfangið janarut@live.com.