Afhending Börnin í Hörðuvallaskóla í Kópavogi urðu glöð þegar Kiwanismennirnir komu með reiðhjólahjálmana.
Afhending Börnin í Hörðuvallaskóla í Kópavogi urðu glöð þegar Kiwanismennirnir komu með reiðhjólahjálmana.
Ragnheiður Linnet ragnheidur.linnet@gmail.com Kiwanisklúbbar landsins munu á næstunni gefa nemendum í 1. bekk grunnskóla reiðhjólahjálma. Þetta hafa klúbbarnir gert í meira en 10 ár og frá upphafi verkefnsins hafa verið gefnir um 58.000 hjálmar.

Ragnheiður Linnet

ragnheidur.linnet@gmail.com

Kiwanisklúbbar landsins munu á næstunni gefa nemendum í 1. bekk grunnskóla reiðhjólahjálma. Þetta hafa klúbbarnir gert í meira en 10 ár og frá upphafi verkefnsins hafa verið gefnir um 58.000 hjálmar. Í ár bætast við um 5.000 hjálmar. Verkefnið er sem fyrr í samvinnu Kiwanis og Eimskips. Kiwanismenn eru hins vegar ekki velkomnir í grunnskóla Reykjavíkur.

Fyrstu reiðhjólahjálmarnir frá Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi voru hins vegar afhentir 90 grunnskólabörnum í Kópavogi nú í vikunni að viðstöddum bæjarstjóranum, Ármanni Kr. Ólafssyni. Börnin voru hvött til að vera ætíð með hjálm þar sem slysin geri ekki boð á undan sér.

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna reglur um kynningar, auglýsingar og gjarfir, í skóla- og frístundastarfi. Þar segir í 4.gr.:

Uppfylli staðla

„Gjafir til starfsstaða skóla og frístundasviðs frá utanaðkomandi aðilum, t.d. fyrirtækjum, félagssamtökum og stofnunum má þiggja ef stjórnandi telur þær hafa fræðslu- og forvarnargildi og samræmist stefnu skóla- og frístundasviðs og með því skilyrði að börn, starfsstaðir eða gjöfin sjálf sé ekki merkt kostunaraðila. Sem dæmi má nefna tölvur, leikföng, spil og öryggisvesti til notkunar í vettvangsferðum, tannbursta, sólmyrkvagleraugu o.s.frv. til notkunar við fræðslu og forvarnir í starfseminni. Framangreint er háð því að hlutirnir uppfylli staðla um öryggi þeirra. Starfsstaðir geta greint frá gjöfum þessum á vefsíðu sinni í fréttabréfum og/eða tölvupósti til foreldra.“

Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, bendir á að reglur sem snúa að merktum gjöfum til grunnskólabarna séu skýrar. „Börn eiga ekki að vera gangandi auglýsing,“ segir hún. Sigrún bendir á að stjórnendum sé frjálst að dreifa slíkum gjöfum þegar skólastarfi lýkur annars staðar en í skólum og það sé þá foreldra að ákveða hvort þeir vilji að börn þeirra þiggi slíkt