Við Geirsgötu 40 íbúðir verða í tveimur fimm hæða byggingunum.
Við Geirsgötu 40 íbúðir verða í tveimur fimm hæða byggingunum. — Teikning/ PK arkitektar
Byggingarleyfi vegna húsanna sem rísa eiga á reitum 1 og 2 á Austurbakka, austur af Tollhúsinu við Tryggvagötu, liggur fyrir og er mjög stutt í að þar fari að sjást stórfelldar framkvæmdir, að sögn Gísla Steinars Gíslasonar, stjórnarformanns Reykjavík...

Byggingarleyfi vegna húsanna sem rísa eiga á reitum 1 og 2 á Austurbakka, austur af Tollhúsinu við Tryggvagötu, liggur fyrir og er mjög stutt í að þar fari að sjást stórfelldar framkvæmdir, að sögn Gísla Steinars Gíslasonar, stjórnarformanns Reykjavík Development ehf. Innan eins og hálfs árs verði allar sjö byggingarnar orðnar fokheldar og komnar í fulla hæð að sögn hans.

Nýlega samþykkti umhverfis- og skipulagsráð umsókn félagsins um leyfi til að hækka byggingarnar tvær á reit 1, sem snúa að Geirsgötu, um eina hæð, þ.e. úr fjórum í fimm hæðir, og að þar verði 40 íbúðir.

Gísli segir þetta ekki breytingu frá upphaflegum áformum heldur hafi verið villa í gildandi deiluskipulagi og því var skilað inn teikningu bygginga sem voru einni hæð lægri en heimilt var að reisa. ,,Við erum að bæta henni við núna þegar búið er að leiðrétta deiliskipulagið.“

Við Tryggvagötu verða reist þrjú fjögurra hæða hús, og verða þau einni hæð lægri en leyfilegt er að sögn Gísla. Þær hafa nú verið færðar fjær Tryggvagötu en áður var ráðgert og innar á reitinn til að búa til meira rými í kring. Tvær misháar eða stöllóttar byggingar verða svo á reitnum nær Arnarhóli, mest sex hæðir að sögn Gísla.

omfr@mbl.is