Þórunn og Kjartan ásamt sonum sínum, Jóni Sverri og Erik Val.
Þórunn og Kjartan ásamt sonum sínum, Jóni Sverri og Erik Val.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þau Þórunn Eva Guðbjargar Thapa og Kjartan Ágúst Valsson gengu í hjónaband í desember árið 2014 og buðu í brúðkaupið með viskastykkjum. Þessi óvenjulegu boðskort voru kostnaðarsöm en þess virði að sögn Þórunnar. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Ég fékk þessa hugmynd þó svo að maðurinn minn hafi látið flesta halda að hann hafi átt þessa brilljant hugmynd. Ég vissi alltaf að mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. Ég get aldrei verið alveg eins og allir hinir sem er stundum kostur en í þessu tilfelli var það ansi erfitt þar sem þau eru ekki gerð hér á landi nema þá að það sé enn dýrara,“ segir Þórunn.

„Jú, ég verð að vera alveg hreinskilin. Held hreinlega að þau hafi verið dýrasti parturinn af brúðkaupinu án alls gríns,“ segir Þórunn aðspurð hvort boðskortin hafi verið dýr. „Við ákváðum að halda frekar ódýrt brúðkaup ef svo má segja. Við héldum morgunbrúðkaup og vorum með súpu, brauð, kökur og nammibar í veislunni sem var í hádeginu. Við vorum svo stungin tvö af til Boston seinnipartinn. Boðskortin kostuðu okkur helling en ég ákvað að þar sem mig langaði svo í þau að láta verða að því og safnaði því fyrir þeim. Við borguðum svo líka extra fyrir að láta sérhanna þau á íslensku, ég þýddi þau sjálf og sendi þeim mjög skipulega hvað átti að standa hvar og þeim tókst í fyrstu tilraun að fullkomna þau. Ég var ansi heppin að hún elskulega amma Tóta var svo góð að taka þau með heim frá Bretlandi. Við náðum því að spara okkur helling þar. Það hefði átt að kosta næstum jafn mikið að senda þau heim eins og það sem þau kostuðu tilbúin til sendingar.“

Boðskortin kostuðu sitt en Þórunn sér ekki eftir að hafa fjárfest í þeim.

„Ég hugsaði líka: „af hverju að eyða fullt af pening í hönnun og prentun á þessum venjulegu boðskortum sem allir henda svo? Mig langaði frekar að eyða aðeins meira í þau og þá er þetta hálfgerð ævieign og enginn hendir kortinu.“

Borskortin vöktu svo sannarlega lukku að sögn þeirra hjóna. „Sumir eru ekki enn farnir að tíma að nota viskastykkin sín á meðan aðrir elska alveg að nota þau. Ég hef ekki enn tímt að nota mitt og er að hugsa um að ramma það bara inn. Við settum hvert og eitt viskastykki í fallega bréfpoka og svo keyrðum við þau út á hvert heimili og vakti það einnig einstaklega mikla lukku að við skyldum koma færandi hendi á sunnudagsmorgni með fallegan pakka.“

Þórunn og Kjartan létu prenta 55 boðskort á vefsíðu sem heitir The Original Wedding Tea Towel. „Þau heita Ben og Karen og eru hjón sem hanna og prenta þau. Það er orðið hægt að fá viskustykkin í allskonar litum og útgáfum og svo er líka hægt að láta sérhanna fyrir sig,“ segir Þórunn að lokum.

Höf.: Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, Kjartan Ágúst Valsson