Bókakaupstefnan í Lundúnum fer fram í vikunni og senda íslensk forlög útsendara sína á hana að kynna íslenskar bækur og höfunda og til þess að finna heitustu erlendu titlana til að þýða yfir á íslensku.
Bókakaupstefnan í Lundúnum fer fram í vikunni og senda íslensk forlög útsendara sína á hana að kynna íslenskar bækur og höfunda og til þess að finna heitustu erlendu titlana til að þýða yfir á íslensku. Í tilkynningu frá Forlaginu segir að gríðarlegur áhugi sé á kaupstefnunni á verkum Andra Snæs Magnasonar í kjölfar framboðs hans til forseta Íslands. Mikill fjöldi útgefenda hafi safnast saman hjá réttindastofu Forlagsins og keppt um útgáfuréttinn á verkum hans. „Starfsmenn réttindastofu Forlagsins segja greinilegt að erlendir útgefendur fylgist vel með framgangi mála á Íslandi og að atburðir undanfarinna vikna séu á allra vitorði. Að sama skapi er áhugi útgefenda á íslenskum bókmenntum í hámarki,“ segir í tilkynningu. Á dögunum hafi útgáfurétturinn á nýjustu bók Andra Snæs, Tímakistunni, verið seldur til Japans og Kína og bækur hans virðist hafa mikið aðdráttarafl og höfða til fólks um allan heim.