Vörur frá LANCÔME voru notaðar til að framkalla þessa fallegu brúðarförðun.
Vörur frá LANCÔME voru notaðar til að framkalla þessa fallegu brúðarförðun. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Förðunarfræðingurinn Kristjana Rúnarsdóttir kennir okkur réttu handtökin sem undirstrika náttúrulega fegurð. Hún notar snyrtivörur frá Lancôme í verkið. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Undirbúningur húðarinnar hefst löngu fyrir brúðkaup. Um það bil mánuði fyrir stóra daginn er æskilegt að hreinsa húðina á hverjum degi með hreinsimjólk og andlitsvatni. Tvisvar til þrisvar í viku er svo gott að nota kornaskrúbb,“ segir Kristjana sem mælir með Exfoliance Clarté-skrúbbnum frá Lancôme. „Svo er gott að nota rakamaskann Hydra Zen Masque. Maskinn er gelkenndur og gefur húðinni ljóma, raka og róar. Á daginn mæli ég með Génifique dagkreminu sem er létt krem. Það gerir húðina stinnari og stífari.“ Kristjana mælir einnig með að nota næturkrem og augnkrem úr sömu línu.

„Ég byrjaði á að setja á húðina góðan raka. Gott krem er nauðsynlegt því erfítt er að gera húðina fullkomna ef undirlagið er ekki gott. Því næst kom undirfarði, ég notaði La Base Pro Pore Eraser. Hann gefur samstundis óaðfinnanlega og fullkomna húð.“

Kristjana notaði svo Teint Idole Ultra 24H farðann á Veru. „Hann er olíulaus, endist vel á húðinni og er smitfrír. Hann er borinn á með förðunarbursta sem gerir áferðina eðlilegri, þú þarft minna af farðanum og burstinn nær vel í kringum nef og augu.“ Effacernes hyljarinn var svo settur á þau svæði sem þurfti að að lýsa upp, eins og undir augu og við nef og kinnar.

Næst bætti Kristjana ljóma á húðina. „Uppáhaldsvaran mín þessa dagana, La Base Pro Hydra Glow. Það gefur svo eðlilega og ferska áferð á húðina. Ég set Hydra Glow undir augabrúnir, á efri hluta kinnbeina, kringum varir og húðin fær þetta „extra“ sem þarf fyrir stóra daginn og myndatöku. Á kinnarnar notaði ég Blush subtil nr 25. Hann er mildur brúnbleik-tóna sem mér finnst henta vel fyrir brúðir.“

Kristjana notaði svo augnskuggapallettu númer D08 til að skerpa á augunum. „Í pallettunni eru 5 augnskuggar sem henta fullkomlega fyrir brúðarförðun. Litirnir eru allir náttúrulegir. Hypnôse Volume A Porter-maskarinn er svo frábær fyrir brúðarförðun. Hann lengir, aðskilur augnhárin og þykkir án þess að klessa.“

Punkturinn yfir i-ið er svo Rouge in LOVE varalitur númer 232. „Hann er bjartur, ferskur og alveg tilvalinn í brúðarförðun. Þessir varalitir haldast vel á og gefa fullkomna þekju og smá glans.“ Að lokum bætti Kristjana við glansinn með Juicy Shaker-gloss númer 301.

Hárgreiðslumaðurinn Hermann Óli Bachmann Ólafsson hjá Modus hár- og snyrtistofu sá um hárið. Hann notaði vörur frá Moroccanoil. Hermann byrjaði á að undirbúa hárið með froðu og svo gerði hann tvær fléttur í fyrirsætuna sem hann pinnaði upp með hárspennum. Til að fá glans notaði hann glimmer shine frá Moroccanoil. Að lokum úðaði hann medium-hárspreyi yfir hárið til að tryggja góða endingu.

Förðun: Kristjana Rúnarsdóttir með LANCÔME.Fyrirsæta: Vera Hilmars, Eskimo models.

Hár: Hermann Óli hjá Modus.