Skógarlíf Móglí með vini sínum, birninum Balla, í nýrri Disney-mynd sem byggð er á hinni þekktu sögu enska rithöfundarins Rudyard Kipling.
Skógarlíf Móglí með vini sínum, birninum Balla, í nýrri Disney-mynd sem byggð er á hinni þekktu sögu enska rithöfundarins Rudyard Kipling.
The Boss Gamanmynd sem segir af Michelle Darnell nokkurri, sem hlýtur fangelsisdóm fyrir ólögleg hlutabréfaviðskipti. Eftir að hafa afplánað dóminn hefst hún handa við að skapa sér nýja ímynd og vinna sér traust á ný.
The Boss

Gamanmynd sem segir af Michelle Darnell nokkurri, sem hlýtur fangelsisdóm fyrir ólögleg hlutabréfaviðskipti. Eftir að hafa afplánað dóminn hefst hún handa við að skapa sér nýja ímynd og vinna sér traust á ný. En þeir sem hún svindlaði á eru ekki á því að fyrirgefa henni.

Leikstjóri myndarinnar er Ben Falcone og með aðalhlutverk fara Melissa McCarthy, Kristen Bell og Peter Dinklage. Metacritic: 40/100

The Jungle Book

Frumskógarstrákurinn Móglí snýr aftur í nýrri kvikmynd leikstjórans Jon Favreau sem gerð er eftir sígildri sögu enska rithöfundarins Rudyard Kipling, The Jungle Book eða Skógarlífi . Í henni segir af ungum dreng, Móglí, sem elst upp meðal dýra frumskógarins og þarf að takast á við ýmsar hættur með aðstoð vina sinna, dýranna. Með aðalhlutverk fara Neel Sethi, Scarlett Johansson, Idris Elba, Ben Kingsley, Christopher Walken, Bill Murray, Giancarlo Esposito, Ralph Ineson, Emjay Anthony og Lupita Nyong'o. Metacritic: 75/100

Louder than Bombs

Þremur árum eftir sviplegan dauðdaga Lauru Freed, sem var frægur stríðsljósmyndari, koma synir hennar og eftirlifandi eiginmaður saman í fyrsta sinn. Leyndarmál kemur upp sem þeir feðgar þurfa að kljást við sem breytir ýmsu í þeirra lífi. Sýning myndarinnar fer fram í Bíó Paradís og er hluti af Norrænni kvikmyndahátíð Norræna hússins sem nú stendur yfir. Myndinni er leikstýrt af Norðmanninum Joachim Trier og var hún sýnd í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra.

Dagskrá Norrænnar kvikmyndahátíðar má finna á vef Norræna hússins, nordice.is.