Tveir hópar takast nú á um að fá að vera með aðstöðu á Ingólfstorgi í sumar til að sýna frá Evrópumótinu í knattspyrnu karla á stórum skjám og standa fyrir viðburðum í tengslum við keppnina.

Tveir hópar takast nú á um að fá að vera með aðstöðu á Ingólfstorgi í sumar til að sýna frá Evrópumótinu í knattspyrnu karla á stórum skjám og standa fyrir viðburðum í tengslum við keppnina. Það eru fjarskiptafyrirtækin Síminn (K-hópur) og Nova (N-hópur) sem fara fyrir hópunum og er meðal annars tekist á um hvort N-hópurinn hafi réttindi til að sýna frá leikjunum, en Síminn er með sýningarrétt frá keppninni.

Hóparnir hafa báðir sótt um að setja upp aðdáendasvæði á torginu og að auki er N-hópurinn m.a. með áform um tónleika. K-hópurinn var með tillögur um viðburði á nærliggjandi svæðum. Gera má ráð fyrir niðurstöðu borgarinnar í næstu viku.