Með regnbogafánann Auður í mótmælum við rússneska sendiráðið en réttindi samkynhneigðra hafa verið mikið skert í Rússlandi.
Með regnbogafánann Auður í mótmælum við rússneska sendiráðið en réttindi samkynhneigðra hafa verið mikið skert í Rússlandi. — Morgunblaðið/Ómar
Auður Magndís Auðardóttir er framkvæmdastjóri Samtakanna 78, félags hinsegin fólks á Íslandi. „Við höfum mikið verið að grufla í fræðslumálum því það hefur orðið sprengja í eftirspurn eftir fræðsluefni um hinsegin fólk í skólunum.

Auður Magndís Auðardóttir er framkvæmdastjóri Samtakanna 78, félags hinsegin fólks á Íslandi. „Við höfum mikið verið að grufla í fræðslumálum því það hefur orðið sprengja í eftirspurn eftir fræðsluefni um hinsegin fólk í skólunum. Hluti af ástæðunni er að krakkar eru að koma út úr skápnum yngri en áður og starfsfólk skólanna vill því fræðast um þessa hluti.

Svo vorum við að gefa út teiknimynd í fyrradag. Við erum með öflugt unglingastarf og þeir hafa bent okkur á að það sé lítið um hinsegin veruleika í barnaefni. Öll ást sem er sýnd er gagnkynhneigð og transfólk er ekki til staðar. Við fundum bandaríska teiknimynd sem tekur á þessu að hluta og fengum hana talsetta og þýdda með styrk frá Reykjavíkurborg. Hún heitir Hugrakkasti riddarinn og þegar hafa 10.000 manns séð hana á Facebook-síðu okkar.“

Eiginkona Auðar er Íris Ellenberger sagnfræðingur og börn þeirra eru Bjartur Einar 8 ára og Ástrós Inga 6 ára.

„Fyrir utan vinnu þá hitti ég vini mína helst til að endurnæra mig. Mér finnst gaman að fara með þeim upp í sumarbústað og svo finnst okkur Írisi mjög gaman að spila borðspil og mitt uppáhald er þegar við borðum góðan mat og spilum með vinum okkar.

Ætli ég fari ekki á mótmælin á Austurvelli í dag, fínt að gera það á afmælisdeginum og svo förum við eitthvað út að borða. Það er búið að vera mikið álag í vinnunni að undanförnu svo ég ætla að hafa þetta bara kósí í ár með konunni minni.“