Gunnar Lárus og Bjarnveig létu gefa sig saman í Las Vegas árið 2002.
Gunnar Lárus og Bjarnveig létu gefa sig saman í Las Vegas árið 2002.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni eins og hann er gjarnan kallaður, og Bjarnveig Magnúsdóttir giftu sig í The Little White Chapel í Las Vegas þann 4. september 2002. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Þetta var bara eitthvað sem við vildum bæði gera og höfðum pælt í jafnvel áður en við kynntumst.“

Gunnar segir athöfnina hafa tekið fljótt af. „Þessar athafnir fara fram eins og á færibandi svo þetta tók kannski svona tíu mínútur. Sérann var karl um sextugt með flöskubotnagleraugu. Við báðum um að þetta yrði ekki kristilegt og hann samþykkti það með semingi. Við leiddumst að altarinu á meðan eldgömul kona lék brúðarmarsinn á orgel. Svo röflaði karlinn eitthvað en þegar við máttum kyssast sem hjón létum við Hljóma leika lagið „Æsandi fögur“ fyrir okkur af geisladisk sem ég hafði tekið með. Rétt eftir að þetta var yfirstaðið hringdi gemsinn hjá séranum, en það rétt slapp,“ segir Gunnar sem gifti sig í nokkuð óhefðbundnum fatnaði. „Já, ég fjárfesti í forláta svörtum kúrekajakkafötum en Bjarnveig tók hvítan kjól með sér út.“

Héldu svo til Hawaii

Eftir athöfnina fór þau Gunnar og Bjarnveig á sushi-veitingastað, þau fengu limmósínu til að keyra sig á staðinn. „Bílstjórinn röflaði bara um einhverjar samsæriskenningar – ekki mjög rómó. Svo gistum við á lúxusherbergi á New York-hótelinu. Daginn eftir flugum við til Hawaii og áttum unaðslega hveitibrauðsdaga í tvær vikur. Það má því segja að við höfum gert þetta nokkuð almennilega.“

Gunnar og Bjarnveig fóru ein til Vegas til að láta gefa sig saman en um viku eftir að þau komu heim úr brúðkaupsferðinni héldu þau veislu fyrir vini og vandamenn heima á Íslandi og fögnuðu hjónabandinu.