[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á undanförnum árum hefur orðið aukning á svokölluðum veraldlegum giftingum sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt býður upp á. Í þeim giftingum gefst fólki færi á að láta gefa sig saman eftir sínu höfði án þess að trúarbrögð komi við sögu.

Á undanförnum árum hefur orðið aukning á svokölluðum veraldlegum giftingum sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt býður upp á. Í þeim giftingum gefst fólki færi á að láta gefa sig saman eftir sínu höfði án þess að trúarbrögð komi við sögu. „Við gerum þetta eins og fólk vill hafa þetta, það er lykilatriði hjá okkur,“ segir Jóhann Björnsson , formaður Siðmenntar. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Við köllum þetta veraldlegar giftingar, til að aðgreina þetta frá borgaralegum giftingum, þar sem fólk giftir sig hjá sýslumanni.“ Að sögn Jóhanns velja margir veraldlega giftingu fram yfir borgaralega giftingu vegna þess að hjónaefnin hafa nokkuð frjálsar hendur. „Þau ráða stað og tíma og geta skipulagt ýmsar uppákomur, til dæmis fengið tónlistafólk til að leika tónlist. Það er komið til móts við fólk.“ Jóhann, sem er athafnastjóri hjá Siðmennt, segir 27 einstaklinga hafa lokið athafnastjóranámskeiði hjá félaginu. „Þeir sinna þessu samhliða öðrum störfum.“

Það er fjölbreyttur hópur fólks sem kýs veraldlega giftingu. „Þetta eru ýmist félagsmenn Siðmenntar, fólk sem stendur utan trúfélaga, pör sem tilheyra sitt hvoru trúfélaginu eða jafnvel trúað fólk sem vill af einhverjum ástæðum ekki blanda trúarbrögðum inn í athöfnina. Við förum ekki með nein trúarleg orð í athöfnunum, þeir textar sem við notum koma úr bókmenntum og heimsspeki, þeir eru eitthvað sem allir geta sætt sig við.“

Athafnirnar eins misjafnar og þær eru margar

Vinsældir veraldlegra giftinga hafa aukist töluvert með árunum að sögn Jóhanns. „Já, og erlendir ferðamenn sækja æ meira í þjónustu okkar og vilja gifta sig á Íslandi. Þær athafnir fara gjarnan fram úti í náttúrunni,“ útskýrir Jóhann.

Jóhann segir athafnirnar vera eins misjafnar og þær eru margar, sumar fara fram í heimahúsum og aðrar úti í náttúrunni svo dæmi séu tekin. „Nýverið var erlent par sem gifti sig inni í Langjökli til dæmis. Svo er afar misjafnt hversu margir gestir eru viðstaddir, stundum eru það bara einhverjir örfáir en svo getur þetta verið allt upp í hundruð gesta. Það er allur gangur á þessu,“ segir Jóhann að lokum.