— Getty Images/iStockphoto
Franskar makkarónur eru ekki bara bragðgóðar heldur eru þær líka dásamlega fallegar. Talið er að þetta sæta bakkelsi hafi fyrst verið kynnt til sögunnar árið 1533 þegar Katrín af Medici, sem var drottning Frakklands á 16. öld, bakaði þær.
Franskar makkarónur eru ekki bara bragðgóðar heldur eru þær líka dásamlega fallegar. Talið er að þetta sæta bakkelsi hafi fyrst verið kynnt til sögunnar árið 1533 þegar Katrín af Medici, sem var drottning Frakklands á 16. öld, bakaði þær. Fyrst um sinn voru makkarónur einfaldar og uppistaðan í þeim var möndlumjöl, sykur og eggjahvítur. Síðar meir þróaðist þetta bakkelsi yfir í að vera „samloka“ með kremi á milli. Og í dag eru makkarónur fáanlegar öllum regnbogans litum og bragðtegundum. Konungborið fólk hefur í gegnum tíðina verið hrifið af makkarónum og sagan segir til dæmis að Loðvík 14., konungur Frakklands, og kona hans, María Teresa, hafi boðið upp á makkarónur í brúðkaupi sínu árið 1660. Nú til dags koma þessar kringlóttu kökur gjarnan við sögu í brúðkaupsveislum enda geta þær sett skemmtilegan svip á hvaða veisluborð sem er.