Þetta nærfatasett frá Marie Jo fæst í Lífstykkjabúðinni.
Þetta nærfatasett frá Marie Jo fæst í Lífstykkjabúðinni.
Lilja Björk Jónsdóttir , starfsmaður í Lífstykkjabúðinni á Laugavegi, segir margar konur kaupa sér tvö sett af undirfötum fyrir brúðkaupsdaginn, eitt settið nota þær við brúðarkjólinn og hitt settið nota þær á brúðkaupsnóttina.

Lilja Björk Jónsdóttir , starfsmaður í Lífstykkjabúðinni á Laugavegi, segir margar konur kaupa sér tvö sett af undirfötum fyrir brúðkaupsdaginn, eitt settið nota þær við brúðarkjólinn og hitt settið nota þær á brúðkaupsnóttina.

„Já, konur kaupa gjarnan nærföt sem henta undir kjólinn og svo eitt kynþokkafullt fyrir brúðkaupsnóttina. Það er algengt. Þá velja þær til dæmis korsilett, uppháa sokka og sokkabönd með öllu tilheyrandi. Konur vilja yfirleitt ekki vera í einhverju leiðinlegu á þessum degi,“ útskýrir Lilja.

Lilja segir nærfatatískuna breytast í takt við kjólatískuna. „Þetta fer allt eftir því hvernig brúðarkjólar eru í tísku og konur velja snið á brjóstahöldurum eftir því.Það er mikilvægt að skoðasniðið á kjólnum vel, er hann kannski þröngur, er hann með v-hálsmáli, er hann opinn í bakið og svo framvegis.“

Hvítt hefur þó alltaf verið vinsælast fyrir brúðir. „Við eigum gott úrval af hvítum höldurum því það er algengt að konur velji hvítt fyrir stóra daginn. Hvítir blúndusokkar eru líka vinsælir.“

Aðhaldsundirföt vinsæl hjá verðandi brúðum

„Samfellur með aðhaldi og alls kyns aðhaldsundirföt sem eru sérstaklega hugsuð fyrir brúðkaupsdaginn eru vinsæl.“ Lilja segir þessi aðhaldsundirföt vera tiltölulega þægileg. „Við bjóðum svo upp á að fá haldara lánaðan heim svo að hægt sé að máta hann við kjólinn. Sumar konur eru auðvitað með rosa stóra kjóla og þá er erfitt að ferðast um með þá. En ef kjóllinn er ekki of fyrirferðarmikill þá getur verið sniðugt að koma með kjólinn í verslunina og máta undirföt við hann.“ Lilja segir erfitt að segja til um hvað brúðarnærfatasett kosti. „Það er rosalega misjafnt. Það getur kostað allt frá 15.000 krónum upp í 30.000 krónur,“ áætlar hún. gudnyhronn@mbl.is