Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson verður kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari danska handknattleiksliðsins Aalborg Håndbold á hádegi í dag að íslenskum tíma, samkvæmt frétt TV 2 Sport í gærkvöld.

Aron Kristjánsson verður kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari danska handknattleiksliðsins Aalborg Håndbold á hádegi í dag að íslenskum tíma, samkvæmt frétt TV 2 Sport í gærkvöld.

Hann tekur þá við af Jesper Jensen sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár en tilkynnti fyrir mánuði að hann myndi hætta að þessu tímabili loknu.

Aron hætti störfum með íslenska karlalandsliðið eftir Evrópukeppnina í Póllandi í janúar. Hann hefur mikla reynslu úr danska handboltanum þar sem hann var bæði leikmaður og síðan þjálfari Skjern, og þá þjálfaði hann lið KIF Kolding sem vann tvo meistaratitla og einn bikarsigur undir hans stjórn.

Arnór Atlason hefur samið við Álaborgarliðið um að ganga til liðs við það frá Saint-Raphaël í sumar.

vs@mbl.is