— Getty Images/iStockphoto
Gjafaflóð fylgir því yfirleitt að ganga í hjónaband og í gegnum tíðina hefur það tíðkast að verðandi brúðhjón geri gjafalista í einhverri verslun sem þau eru hrifin af.
Gjafaflóð fylgir því yfirleitt að ganga í hjónaband og í gegnum tíðina hefur það tíðkast að verðandi brúðhjón geri gjafalista í einhverri verslun sem þau eru hrifin af. Brúðargjafalistar tryggja þá að hjónin séu ánægð með gjafirnar sem þau fá á stóra daginn. Verslunin Líf & list er ein þeirra sem býður brúðhjónum upp á að gera gjafalista sem veitir brúðkaupsgestum innblástur. Rúsínan í pulsuendanum er svo gjafabréfið sem hjónin fá frá versluninni eftir brúðkaupið. „Öll brúðhjón sem gera gjafalista fá gjafabréf að verðmæti 10% af öllu því sem keypt ef af gjafalista. Líf & list heldur utan um alla brúðargjafalista og merkir samviskusamlega við hverja gjöf sem keypt er,“ segir meðal annars á vef verslunarinnar.