Sameiginlegt átak.

Sameiginlegt átak. N-AV

Norður
--
Á9752
D1085
KD65

Vestur Austur
K984 ÁDG532
D63 KG4
G763 942
G3 10

Suður
1076
108
ÁK
Á98742

Suður spilar 7.

Matarhlé á Íslandsmótum er góður tími til að skiptast á grobbsögum og aldrei þessu vant var Gunnlaugur Karlsson í hlutverki hlustandans. Hann borðaði samlokuna hljóður á meðan suður rifjaði upp eigin hetjudáð úr síðasta leik.

Norður vakti á 1, austur kom inn á 1 og sögumaður í suður sagði 2. Vestur hindraði í 3, norður sagði 4 og austur 4. „Nú sagði ég fjögur grönd,“ hélt suður áfram lýsingunni. „Meiningin var sú að stinga upp á slemmu, frekar en að spyrja um ása, en makker valdi að svara lykilspilum og svarið lét vel í eyrum: Hann sagði FIMM GRÖND, sem ég hlaut að túlka sem tvö lykilspil og eyðu í spaða. Ég gat ekki annað en sagt sjö.“

Gunnlaugur var djúpt snortinn: „Gífurlega falleg alslemma, sem allir fjórir við borðið melduðu af mikilli snilld.“