Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra birti í gær upplýsingar um skattskil sín frá árinu 2013, þegar hann tók sæti í ríkisstjórn. Hann hefur ennfremur birt upplýsingar um skattskil sín á árunum 2007, 2010 og 2011 vegna aflandsfélagsins Falson & Co.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra birti í gær upplýsingar um skattskil sín frá árinu 2013, þegar hann tók sæti í ríkisstjórn. Hann hefur ennfremur birt upplýsingar um skattskil sín á árunum 2007, 2010 og 2011 vegna aflandsfélagsins Falson & Co.

Bjarni birti upplýsingarnar á Facebook-síðu sinni. Þar er einnig bréf frá löggiltum endurskoðanda sem staðfestir að í skattframtali Bjarna vegna tekjuársins 2006 sé gerð grein fyrir fjárfestingu í félaginu. Í framtalinu vegna tekjuársins 2009 er gerð grein fyrir greiðslu frá Falson og Co, ári síðar er félagið fært út þar sem það hafði verið lagt niður og gerð grein fyrir tapi af því. „Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum,“ skrifar Bjarni í Facebook-færslunni.