[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Árlegt málþing Óðfræðifélagsins Boðnar er að þessu sinni helgað rímum og rímnahefðinni, bæði fyrr og nú. Málþingið verður haldið kl. 13 - 16.30 í dag í stofu 050 í aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Árlegt málþing Óðfræðifélagsins Boðnar er að þessu sinni helgað rímum og rímnahefðinni, bæði fyrr og nú. Málþingið verður haldið kl. 13 - 16.30 í dag í stofu 050 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Sex fyrirlesarar fjalla um rímur og rímnahefðina frá mismunandi sjónarhornum.

Yfirskriftir fyrirlestranna eru býsna forvitnilegir. Fyrirlestur Bjarka Karlssonar nefnist Kerfisfræði rímnahátta: Söguleg þróun og vannýtt tækifæri, Eva María Jónsdóttir fjallar um þrjár gerðir rímna af Gretti Ásmundarsyni, Helgi Skúli Kjartansson fjallar um Grím og Gaut og varpar fram hvort Búarímur séu svar við Pétri Gaut. „Það velur heldur djassinn ...“: Rímnakveðskapur á síðustu öld er yfirskrift fyrirlestrar Rósu Þorsteinsdóttur, Hvernig lín breytist í morðara: Um rímurnar af Mábil sterku og munnlega geymd þeirra nefnist fyrirlestur Valgerðar Kr. Brynjólfsdóttur og Þórarinn Eldjárn rekur lestina með fyrirlestrinum Er hægt að yrkja nútímarímur í alvöru?

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, enginn aðgangseyrir.

Nánari upplýsingar: www.boðn.is