Rústir Björgunarmenn leita enn.
Rústir Björgunarmenn leita enn.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Allt að 246 manns létu lífið og 2.527 slösuðust þegar öflugur jarðskjálfti að stærðinni 7,8 stig reið yfir Ekvador aðfaranótt sunnudags. Er þetta stærsti jarðskjálftinn þar í landi síðan árið 1979.

Allt að 246 manns létu lífið og 2.527 slösuðust þegar öflugur jarðskjálfti að stærðinni 7,8 stig reið yfir Ekvador aðfaranótt sunnudags. Er þetta stærsti jarðskjálftinn þar í landi síðan árið 1979.

Þá gengu tveir öflugir skjálftar yfir Japan, sá seinni 7,3 stig aðfaranótt laugardags að staðartíma þar sem 41 beið bana.

Íslenskir skiptinemar

Elísabet Jónsdóttir, íslenskur skiptinemi frá AFS, var stödd í Guayaquil sem er um 300 km frá upptökunum og fann vel fyrir skjálftanum. Fjögur önnur íslensk ungmenni eru einnig í Ekvador á vegum AFS og Rótarý en Elísabet segir að þau séu öll óhult.

„Ég áttaði mig ekki strax á hversu stórt þetta var, meðan á þessu stóð var það eina sem ég hugsaði að ég og systir mín værum ekki nálægt neinu sem fallið gæti á okkur,“ segir Elísabet, en hún hafi nýtt samfélagsmiðla til að merkja sig óhulta og haft samband við fjölskyldu sína strax í gær. 2 og 15