98. uppboð Gallerís Foldar, á Rauðarárstíg 12, verður haldið í kvöld kl. 18. Á uppboðinu verða boðin upp verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar, þar af listamenn sem hafa verið fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum: Jóhannes S.

98. uppboð Gallerís Foldar, á Rauðarárstíg 12, verður haldið í kvöld kl. 18. Á uppboðinu verða boðin upp verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar, þar af listamenn sem hafa verið fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum: Jóhannes S. Kjarval, Ásmund Sveinsson, Svavar Guðnason, Erró og Steingrím Eyfjörð.

Tvö olíumálverk eftir Louisu Matthíasdóttur, óhlutbundið verk eftir Guðmundu Andrésdóttur auk tveggja verka eftir Kristínu Jónsdóttur verða boðin upp, svo dæmi séu tekin. Þá verða boðin upp málverk eftir Jón Stefánsson, Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts og Braga Ásgeirsson. Ýmis áhugaverð grafíkverk verða boðin upp, m.a. eftir Ólaf Elíasson og Dieter Roth, ásamt stórri grafíkmöppu með tíu verkum eftir Erró frá 1994. Á myndinni sést málverk eftir Louisu Matthíasdóttur, sem boðið verður upp.