— Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Síðdegis í gær kyngdi niður snjó á Ísafirði, þegar íbúar höfðu rétt fengið nasasjón af sumri og sól í síðustu viku. Ungur faðir lét ekki slá sig út af laginu og hélt í göngutúr þrátt fyrir ofankomuna.

Síðdegis í gær kyngdi niður snjó á Ísafirði, þegar íbúar höfðu rétt fengið nasasjón af sumri og sól í síðustu viku. Ungur faðir lét ekki slá sig út af laginu og hélt í göngutúr þrátt fyrir ofankomuna. Veðrið gekk austur yfir norðanvert landið er leið á daginn og víða voru erfiðleikar í samgöngum. Innanlandsflug var fellt niður og vegum lokað, þar á meðal á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitir losuðu um tíu bíla sem festust á heiðinni og fjöldi ferðafólks var í Staðarskála, þar sem ferðalangar biðu eftir að veðrið gengi yfir.