Hildur Hákonardóttir fæddist 24. janúar 1962. Hún lést 6. apríl 2016. Útför Hildar fór fram 14. apríl 2016.
Það er skrítið að setjast niður og skrifa minningarorð um Hildi, stjúpuna mína, sem kvaddi okkur svo alltof, alltof snemma. Hildur var mér ætíð ljúf og góð, hún og fjölskylda hennar tóku mér opnum örmum frá fyrstu kynnum, fyrir það verð ég alltaf þakklát.
Fyrstu kynni mín af Hildi voru þegar við Guðný Rut frænka njósnuðum flissandi um Hildi og pabba í Borgarholtinu. Síðan hafa liðið um þrjátíu ár og hefur Hildur verið hluti af lífi mínu síðan. Margar góðar minningar rifjast upp á stundum sem þessari, öll ferðalögin sem við fórum í þegar ég var yngri, fyrsta utanlandsferðin mín þegar ég var sautján ára sem þið pabbi buðuð mér í. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til ykkar í Grindavík þegar ég var yngri gafstu þér mikinn tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með mér, þau voru ófá skiptin sem við spiluðum Nintendo-tölvuleiki fram á nótt, horfðum á kvikmyndir eða spjölluðum um heima og geima. Þú hafðir alltaf tíma. Þegar ég var svo komin með fjölskyldu og við komum til ykkar þá var slegið upp veislu, þú eldaðir svo góðan mat og gerðir góðar kökur. Uppskriftabókin mín ber þess merki þar sem ég hef fengið margar uppskriftir frá þér og ófá símtölin sem ég hringdi til að fá þessa og hina uppskriftina. Man ekki hversu oft ég hringdi í þig á gamlársdag 2014 þegar „við“ vorum að elda kalkún með fyllingu, það var ég að gera í fyrsta skiptið, en þú með mastersgráðu í því. Afmælisdaga fjölskyldunnar mundir þú upp á 10 og ekki brást það ef afmælisgjöfin kom ekki á afmælisdaginn sjálfan, þá kom hún daginn eftir, með korti með þinni fallegu rithönd. Þið pabbi voruð einstakt teymi, nutuð lífsins, ferðuðust og áttuð afar fallegt heimili.
Elsku pabbi, Svanhildur, Brynjar, Helga Guðný og fjölskylda, hugur minn er ætíð hjá ykkur.
Með þakklæti og sorg í hjarta kveð ég þig, elsku Hildur mín. Takk fyrir allt.
Þín,
Vigdís Elva Þorgeirsdóttir.
Fyrstu kynni mín af Hildi voru þegar við Guðný Rut frænka njósnuðum flissandi um Hildi og pabba í Borgarholtinu. Síðan hafa liðið um þrjátíu ár og hefur Hildur verið hluti af lífi mínu síðan. Margar góðar minningar rifjast upp á stundum sem þessari, öll ferðalögin sem við fórum í þegar ég var yngri, fyrsta utanlandsferðin mín þegar ég var sautján ára sem þið pabbi buðu mér í. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til ykkar í Grindavík þegar ég var yngri gafstu þér mikinn tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með mér, þau voru ófá skiptin sem við spiluðum Nintendo tölvuleiki fram á nótt, horfðum á kvikmyndir eða spjölluðum um heima og geima. Þú hafðir alltaf tíma. Þegar ég var svo komin með fjölskyldu og við komum til ykkar þá var slegið upp veislu, þú eldaðir svo góðan mat og gerðir góðar kökur. Uppskriftabókin mín ber þess merki þar sem ég hef fengið margar uppskriftir frá þér og ófá símtölin sem ég hringdi til að fá þessa og hina uppskriftina. Man ekki hversu oft ég hringdi í þig á gamlársdag 2014 þegar “við“ vorum að elda kalkún með fyllingu, það var ég að gera í fyrsta skiptið, en þú með mastersgráðu í því. Afmælisdaga fjölskyldunnar mundir þú uppá 10 og ekki brást það ef afmælisgjöfin kom ekki á afmælisdaginn sjálfan, þá kom hún daginn eftir, með korti með þinni fallegu rithönd. Þið pabbi voruð einstakt teymi, nutuð lífsins, ferðuðust og áttuð afar fallegt heimili.
Elsku pabbi, Svanhildur, Brynjar, Helga Guðný og fjölskylda, hugur minn er ætíð hjá ykkur.
Með þakklæti og sorg í hjarta kveð ég þig elsku Hildur mín. Takk fyrir allt.
Þín Vigdís Elva Þorgeirsdóttir
Vigdís Elva Þorgeirsdóttir