Fjöldi Stuðningsmenn forsetans.
Fjöldi Stuðningsmenn forsetans.
Atkvæðagreiðsla hófst í gær í brasilíska þinginu um hvort kæra ætti Dilmu Rousseff, forseta Brasilíu, fyrir embættisafglöp. Of mjótt er á munum til að spá fyrir um niðurstöðu, segir í frétt BBC.

Atkvæðagreiðsla hófst í gær í brasilíska þinginu um hvort kæra ætti Dilmu Rousseff, forseta Brasilíu, fyrir embættisafglöp. Of mjótt er á munum til að spá fyrir um niðurstöðu, segir í frétt BBC.

Rousseff hefur haldið því fram að andstæðingar sínir séu með þessu að fremja valdarán.

Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í Brasilíu, bæði stuðningsmenn og andstæðingar forsetans. Tveimur stórum skjáum var komið upp fyrir fólkið til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni. Á fréttavef AFP segir að stemningin sé eins og á spennuþrungnum úrslitaleik í fótbolta þar sem menn veifi fánum, klæðist litum og séu aðskildir með vegg.