Handknattleiksmaðurinn Árni Steinn Steinþórsson, sem hefur leikið með SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í vetur, fór í aðgerð á öxl í síðustu viku og spilar ekki handbolta næsta hálfa árið.
Handknattleiksmaðurinn Árni Steinn Steinþórsson, sem hefur leikið með SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í vetur, fór í aðgerð á öxl í síðustu viku og spilar ekki handbolta næsta hálfa árið. Hann er þar með hættur að spila með danska liðinu og hefur fengið sig lausan undan samningi. Árni, sem er 24 ára gamall og leikur sem örvhent skytta, kom til SönderjyskE frá Haukum fyrir þetta tímabil.