Togarar Rússneskir togarar sækja ýmsa þjónustu í Hafnarfjarðarhöfn yfir sumarið.
Togarar Rússneskir togarar sækja ýmsa þjónustu í Hafnarfjarðarhöfn yfir sumarið. — Morgunblaðið/Arnaldur
Rússneskum togurum fjölgar í Hafnarfjarðarhöfn þessa dagana, en þeir munu flestir vera á leið á karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Von er á um tíu rússneskum skipum hingað til lands til að stunda karfaveiðar, en þau sækja ýmsa þjónustu í Hafnarfirði.
Rússneskum togurum fjölgar í Hafnarfjarðarhöfn þessa dagana, en þeir munu flestir vera á leið á karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Von er á um tíu rússneskum skipum hingað til lands til að stunda karfaveiðar, en þau sækja ýmsa þjónustu í Hafnarfirði. Þar er tekin olía og útvegaðar vistir, tæki og veiðarfæri og nokkrar tekjur skapast af komu þeirra, m.a. í formi opinberra gjalda.