Benjamin Netanyahu
Benjamin Netanyahu
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hefur heitið því að Golan-hæðir verði „að eilífu“ í höndum Ísraela.
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hefur heitið því að Golan-hæðir verði „að eilífu“ í höndum Ísraela. Þetta sagði hann í upphafi ríkisstjórnarfundar sem haldinn var á landsvæðinu sem hefur verið yfirráðasvæði Ísraela frá árinu 1967, að því er segir á AFP. „Ísraelar munu ekki hörfa af Golan-hæðum,“ bætti hann við, en óttast er að Ísraelar verði beittir þrýstingi til að láta landsvæðið af hendi til nágranna síns, Sýrlands, sem hluta af friðarviðræðum fyrir svæðið.