Nico Rosberg hjá Mercedes vann í gær sigur í kínverska kappakstrinum í Sjanghæ. Er það þriðji sigur hans í röð í ár og sá sjötti í röð frá í bandaríska kappakstrinum í fyrrahaust. Annar varð Sebastian Vettel hjá Ferrari og þriðji Daniil Kvyat hjá Red Bull. Með sjötta mótssigrinum í röð er Nico Rosberg hjá Mercedes kominn í hóp með þremur ökumönnum sem áður hafa afrekað það.
Þessir eru Sebastian Vettel sem vann níu mót í röð, Alberto Ascari sem vann sjö og Michael Schumacher sem einnig náði að vinna sex sinnum í röð. Sigurinn var sá sautjándi á ferlinum hjá Rosberg. agas@mbl.is