Skafmynd, fyrsta einkasýning Þórs Sigurþórssonar í Hverfisgalleríi, var opnuð á laugardaginn. Sýningin dregur nafn sitt af efni sem Þór hefur unnið með í nokkur ár, seigfljótandi silfurgráa málningu sem er m.a. notuð á skafmiðum.
Skafmynd, fyrsta einkasýning Þórs Sigurþórssonar í Hverfisgalleríi, var opnuð á laugardaginn. Sýningin dregur nafn sitt af efni sem Þór hefur unnið með í nokkur ár, seigfljótandi silfurgráa málningu sem er m.a. notuð á skafmiðum.
Á sýningunni má sjá myndröð óljósra ljósmynda sem þaktar eru þessu efni auk skúlptúra úr ónothæfum gluggasköfum.