Fjárflæði Maurice Obstfeld, aðalhagfræðingur AGS, er hlynntur fljótandi gengi en lagði áherslu á alþjóðlegt samstarf í umgjörð fjármálamarkaða.
Fjárflæði Maurice Obstfeld, aðalhagfræðingur AGS, er hlynntur fljótandi gengi en lagði áherslu á alþjóðlegt samstarf í umgjörð fjármálamarkaða. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Tveggja daga alþjóðlegri ráðstefnu um fjármagnsflæði á milli landa, áhættu í fjármálakerfinu og möguleg stefnuviðbrögð lauk í gær.

Tveggja daga alþjóðlegri ráðstefnu um fjármagnsflæði á milli landa, áhættu í fjármálakerfinu og möguleg stefnuviðbrögð lauk í gær. Ráðstefnan, sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica og í Hörpu, var haldin á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), Seðlabanka Íslands og London School of Economics.

Fjöldi áhrifafólks í alþjóðlegum efnahagsmálum sótti ráðstefnuna, þeirra á meðal Maurice Obstfeld, aðalhagfræðingur AGS, sem ræddi um kosti og galla mismunandi gengisfyrirkomulags. Á meðal þátttakenda voru fræðimenn við Harvard-háskóla, London School of Economics, Háskóla Íslands og fleiri háskóla, auk seðlabankastjóra og fulltrúa seðlabanka m.a. Ísraels, Tyrklands, Síle, Englands, Kanada, Bandaríkjanna og Íslands.