Á vorfundi Snigla og Samgöngustofu sem haldinn var í vikunni var farið yfir tölfræði slysa í hópi bifhjólamanna á árinu. Á heimasíðunni bifhjól.is er gerð athugasemd við það að þrátt fyrir lægri slysatíðni hækki tryggingar á ökumenn bifhjóla á árinu.
Á vorfundi Snigla og Samgöngustofu sem haldinn var í vikunni var farið yfir tölfræði slysa í hópi bifhjólamanna á árinu. Á heimasíðunni bifhjól.is er gerð athugasemd við það að þrátt fyrir lægri slysatíðni hækki tryggingar á ökumenn bifhjóla á árinu. Vitnað er í Sigurð Jónasson, lögreglumann og ökukennara, sem segir. ,,Það fauk í mig í gær þegar ég fékk yfirlit yfir endurnýjun trygginga hjá Sjóvá. Þeir hækka bifhjólatryggingar okkar hjóna um 35%.“ Þá segir að skýring sem fengin var frá Sjóvá sé orðrétt svona: „Tjónum í umferðinni hefur fjölgað og kostnaður vegna þeirra aukist. Iðgjöld ökutækjatrygginga taka mið af þeirri þróun og hækka því við þessa endurnýjun.“