Svalur Prince í kvikmyndinni Purple Rain. Hann hlaut Óskar fyrir tónlist sína við hana.
Svalur Prince í kvikmyndinni Purple Rain. Hann hlaut Óskar fyrir tónlist sína við hana.
Bíó Paradís sýnir í kvöld kl. 20 kvikmyndina Purple Rain , eða Purpuraregn , frá árinu 1984.
Bíó Paradís sýnir í kvöld kl. 20 kvikmyndina Purple Rain , eða Purpuraregn , frá árinu 1984. Sýningin er til heiðurs tónlistarmanninum Prince sem lést í síðustu viku, 57 ára að aldri, en hann fer með aðalhlutverkið í myndinni, hlutverk The Kid, eða „stráksins“, sem byggt var á honum sjálfum og lífi hans. Myndinni leikstýrði Albert Magnoli og hlaut hún Óskarsverðlaun árið 1985 fyrir bestu frumsömdu tónlist og skal engan undra því hana samdi Prince.