Dagur Sigurðsson
Dagur Sigurðsson
Þýska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Dags Sigurðarsonar, dróst ekki í riðil með Guðmundi Þórði Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í riðlakeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í Ríó í sumar. Dregið var í riðla í gær.

Þýska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Dags Sigurðarsonar, dróst ekki í riðil með Guðmundi Þórði Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í riðlakeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í Ríó í sumar. Dregið var í riðla í gær.

Þýska landsliðið verður í riðli með Brasilíumönnum, Egyptum, Svíum, Pólverjum og Slóvenum í A-riðli. Danir mæta hins vegar landsliðum Argentínu, Katar, Króatíu, Túnis og ólympíumeistara Frakklands.

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, var ekki heppinn með andstæðinga í riðlakeppninni. Norska landsliðið verður í riðli með Svartfellingum, Rúmenum, Spánverjum, Brasilíumönnum og Angólamönnum. Norska landsliðið varð Ólympíumeistari 2008 og 2012.

Handknattleikskeppnin hefst 6. ágúst og lýkur með úrslitaleikjum í karla- og kvennaflokki 21. ágúst. iben@mbl.is