Drjúgur Halldór Orri Björnsson hefur verið Fylkismönnum sérstaklega erfiður.
Drjúgur Halldór Orri Björnsson hefur verið Fylkismönnum sérstaklega erfiður. — Morgunblaðið/Eggert
Þróttur – FH Þróttarvöllur, sunnudag kl. 16. *Þetta er fyrsta viðureign félaganna í deildinni í sjö ár. *Þau mættust fyrst í efstu deild 1976 og unnu sinn leikinn hvort á útivelli.

Þróttur – FH

Þróttarvöllur, sunnudag kl. 16.

*Þetta er fyrsta viðureign félaganna í deildinni í sjö ár.

*Þau mættust fyrst í efstu deild 1976 og unnu sinn leikinn hvort á útivelli.

*FH hefur unnið 8 af 16 viðureignum félaganna í deildinni, Þróttur 4 en 4 hafa endað með jafntefli.

*Stærstu tölur í leik þeirra á milli í deildinni er 5:1 sigur FH í Laugardal 2005 þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði 2 mörk.

*Flest mörk komu hinsvegar í 4:4 jafntefli í Laugardal 2008 þar sem Hjörtur Hjartarson úr Þrótti og Arnar Gunnlaugsson úr FH voru á meðal markaskorara.

* Matthías Vilhjálmsson skoraði fjögur af sex mörkum FH gegn Þrótti í þremur síðustu viðureignum liðanna 2008 og 2009.

*FH hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum félaganna í deildinni en þau gerðu 0:0 jafntefli í síðasta leik sínum 2009.

*Þróttur vann FH síðast 2003 þar sem Björgólfur Takefusa gerði þrennu í 4:1 sigri Reykjavíkurliðsins í Kaplakrika.

ÍBV – ÍA

Hásteinsvöllur sunnudag kl. 17.

*ÍBV vann báða leiki liðanna í fyrra, 2:1 í Eyjum í lokaumferðinni og 3:1 á Akranesi.

*Þau mættust fyrst í deildinni árið 1969 þegar ÍA vann báða leikina, 2:1 og 3:2.

*ÍA hefur unnið 35 af 68 viðureignum félaganna í deildinni, ÍBV 24, en 9 hafa endað með jafntefli.

*Stærstu tölur eru 7:1 sigur ÍA á Akranesvelli 1992 þar sem Arnar Gunnlaugsson skoraði þrennu og veðurfræðingurinn Theodór Hervarsson gerði eitt marka Skagamanna.

*ÍBV vann annan átta marka leik liðanna 5:3 á Hásteinsvelli árið 1971.

*Skagamenn hafa aðeins sigrað þrisvar í síðustu fjórtán heimsóknum sínum til Eyja. Þeir fögnuðu hins vegar eftir 2:2 jafntefli þar í lokaumferðinni 2001 þegar þeir tryggðu sér meistaratitilinn í hreinum úrslitaleik liðanna.

Breiðablik – Víkingur Ó.

Kópavogsvöllur sunnudag kl. 19.15.

*Félögin mættust fyrst í deildinni 2013 og gerðu þá 0:0 jafntefli í Ólafsvík en Blikar unnu 2:0 í Kópavogi. Guðjón Pétur Lýðsson gerði bæði mörkin og Emir Dokara , leikmaður Víkings, fékk rauða spjaldið á 5. mínútu.

*Félögin mættust áður í næst efstu deild 1976. Þá léku þau vígsluleik Kópavogsvallar og Breiðablik vann yfirburðasigur, 11:0.

Valur – Fjölnir

Valsvöllur sunnudag kl. 20

*Liðin gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum í fyrra, 3:3 á Hlíðarenda og 1:1 í Grafarvogi. Aron Sigurðarson skoraði fyrir Fjölni í báðum leikjunum.

*Valur hefur unnið fjóra af átta leikjum félaganna á milli í efstu deild. Fjölnir hefur aðeins unnið einn en þrír endað með jafntefli.

*Þrettán mörk hafa verið gerð í tveimur síðustu leikjum þeirra á Hlíðarenda því Valur vann 4:3 þegar þau mættust þar 2014. Aron var þá líka á skotskónum fyrir Fjölni með tvö mörk.

* Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmark Vals, 2:1, í fyrstu viðureign félaganna í efstu deild árið 2008.

Stjarnan – Fylkir

Samsung-völlur mánudag kl. 19.15.

*Stjarnan vann báða leiki liðanna í fyrra, 2:0 í Árbæ og 1:0 í Garðabæ.

*Stjarnan hefur unnið alla fjóra deildaleiki liðanna síðustu tvö ár.

*Félögin mættust fyrst 1996. Helgi Björgvinsson tryggði Stjörnunni 1:0 sigur í Garðabæ og þau gerðu 0:0 jafntefli í Árbæ.

*Stjarnan hefur unnið 10 af 18 viðureignum félaganna í efstu deild. Fylkir hefur unnið 5 en þrisvar orðið jafntefli.

* Halldór Orri Björnsson hefur skorað fyrir Stjörnuna í sjö leikjum gegn Fylki í deildinni undanfarin sjö ár.

*Stærstu tölur eru 5:1 sigur Fylkis á Fylkisvelli árið 2000 þar sem Sævar Þór Gíslason skoraði þrennu.

KR – Víkingur R.

Alvogen-völlurinn mánudag kl. 19.15.

*KR vann báða leikina í fyrra, 5:2 á KR-velli þar sem Gary Martin og Óskar Örn Hauksson gerðu 2 mörk hvor, og 3:0 í Fossvogi þar sem Sören Frederiksen gerði tvö mörk. Nú leikur Martin með Víkingi.

*KR hefur unnið síðustu sjö viðureignir félaganna í efstu deild, frá 2007 þegar Gunnlaugur Jónsson , núverandi þjálfari ÍA, gerði sigurmarkið í Fossvoginum, 1:0.

*KR hefur jafnframt unnið 13 af 14 leikjum þeirra á milli í efstu deild frá 1999.

*Víkingur vann fyrsta leik félaganna á Íslandsmóti, 3:2, árið 1918. Frá þeim tíma hefur KR unnið 56 af 88 leikjum þeirra á milli, Víkingur 21 en 11 hafa endað með jafntefli.

*KR hefur tvisvar unnið Víking 7:0 á Íslandsmóti, 1935 og 1955. Mesti markaleikur var 7:2 sigur KR 1993 þar sem Ómar Bendtsen og Atli Eðvaldsson gerðu 2 mörk hvor fyrir KR en Guðmundur Steinsson bæði mörk Víkings.