Alþjóðlegi djassdagurinn er í dag og verður haldið upp á hann með fjölda tónleika í Reykjavík. Þeirra á meðal eru tónleikar bandaríska trompetleikarans og spunatónlistar mannsins Jacob Wick og starfsbróður hans Eiríks Orra Ólafssonar sem haldnir verða í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld kl. 21.
Tónleikarnir eru tvískiptir. Í fyrri hluta þeirra verður Wick einn á ferð og í seinni hlutanum slæst trompeteikarinn Eiríkur Orri Ólafsson með í för. Wick og Eiríkur hafa spilað saman annað hvert ár allt frá árinu 2008. Wick hefur komið fram með fjölda spunatónlistarmanna og tónskálda, m.a. Toshimaru Nakamura, Bonnie Jones, Katherine Young, Andrew D'Angelo og Josh Roseman. Hann hefur gefið út plötur hjá Prom Night Records, Peira, Diatribe og Creative Sources. 71