Ný-rokk Haraldur Sigurjónsson, höfundur Ný-rokks í Reykjavík.
Ný-rokk Haraldur Sigurjónsson, höfundur Ný-rokks í Reykjavík.
Kvikmyndin Ný-rokk í Reykjavík verður sýnd í Bæjarbíói í kvöld kl. 21. Höfundur hennar er kvikmyndagerðarmaðurinn Haraldur Sigurjónsson.

Kvikmyndin Ný-rokk í Reykjavík verður sýnd í Bæjarbíói í kvöld kl. 21. Höfundur hennar er kvikmyndagerðarmaðurinn Haraldur Sigurjónsson. „Á dögunum kom í leitirnar ansi skemmtileg og fágæt mynd frá 1994 eftir Harald og nefnist sú mynd Ný-rokk í Reykjavík . Myndin fjallar um hljómsveitirnar Maus, Curver, 2001 og Kolrössu Krókríðandi. Myndin kom út í tuttugu eintökum á vegum Smekkleysu og einhverra hluta vegna fóru flest eintökin til útlanda. Á þessum tíma var mikil gróska í svokallaðri nýbylgju en kvikmyndin fangar augnablikið á fullkominn hátt,“ segir í tilkynningu um myndina.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis.