Gríski myndlistarmaðurinn Lefteris Yakoumakis opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, á morgun kl. 15.
Gríski myndlistarmaðurinn Lefteris Yakoumakis opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, á morgun kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Það er enginn Guð vestur af Salina og fjallar hún um ferð listamannsins frá Kansas til Kóloradó í Bandaríkjunum. Yakoumakis hefur dvalið hluta úr ári á Siglufirði undanfarin þrjú ár og hefur bæjarfélagið og kynni af fólki verið honum innblástur. Yakoumakis mun einnig sjá um Sunnudagskaffi með skapandi fólki kl. 15.30. Þar mun hann fjalla um verk sín og teiknimyndabók sem hann er að vinna í samstarfi við bandaríska rithöfundinn T. Carl Hardy .